May 25 

» Blýbann í uppnámi
12:15 from mbl.is - Veiði
Mikil óvissa ríkir um hvort mögulegt verður að framfylgja því blýbanni sem setja átti í Evrópu og þar með talið á Íslandi þegar kemur að skotfærum. Umhverfis-, orku-, og loftslagsráðuneytið tilkynnti að slíkt bann tæki gildi 15. febrúar ...

May 25 

» „Ánægður ef við nálgumst meðalveiðina“
07:36 from mbl.is - Veiði
„Ég yrði ánægður ef við nálguðumst meðalveiðina á Vesturlandi sem er um fimmtán þúsund laxar. Við höfum undanfarin þrjú ár verið nokkuð langt frá henni og höfum verið að fá þetta í kringum tíu þúsund laxa.“

May 24 

» Hnúðlax víðar og í meira magni
12:11 from mbl.is - Veiði
Teymi sérfræðinga frá ferskvatnssviði Hafrannsóknastofnunar ásamt fiskifræðingnum Michal Skora hafa undanfarna daga leitað hnúðlaxaseiða á þremur vatnasvæðum á Suðvesturhluta landsins.

May 23 

» Fyrstu laxarnir mættir í Kjósina
21:06 from mbl.is - Veiði
Fyrstu laxarnir sáust í Laxá í Kjós skömmu eftir kvöldmat í kvöld. Það var Sigurberg Guðbrandsson leiðsögumaður sem sá þá og staðfesti við Sporðaköst að hann hefði séð tvo nýrunna fiska, á bilinu átta til tíu pund.

May 23 

» Bleikjan er mætt á Þingvöllum
18:41 from mbl.is - Veiði
„Það er alveg ofboðslega mikið líf hérna. Fuglinn á fleygiferð um allt, krían er komin, birkið farið að taka vel við sér og fiskur víða í uppítöku,“ sagði Óskar Örn Arnarson í samtali við Sporðaköst, þegar hann var að hætta veiðum á Lamb...

May 21 

» Norðurá lengi verið í sigtinu
19:30 from mbl.is - Veiði
Nú eru ekki nema tvær vikur í að laxveiðitímabilið hefjist. Að vanda hafa breytingar orðið á umsjón og leigu nokkurra veiðiáa og ein er sú að Rafn Valur Alfreðsson hefur tekið við sem sölustjóri Norðurár í Borgarfirði af Einari Sigfússyn...

May 20 

» Laxinn kominn – en samt ekki !
20:22 from Vötn og veiði
Nú er undurstutt í laxavertíð, en laxinn ekki kominn. En kominn samt! Við tókum smá púls í dag, laxinn er kominn, en samt ekki! Í dag er 20.mai, þennan dag hafa oft fyrstu laxarnir sést í Laxá í Kjós og jafnvel víðar. Eins og Haraladur E...

May 20 

» Enn fækkar netum í Ölfusá og Hvítá
18:17 from mbl.is - Veiði
NASF hefur samið um uppkaup á fleiri netum á Ölfusár/Hvítár svæðinu. Áætla samtökin að með síðustu samningum sem hafa verið undirritaðir sé búið að kaupa upp allt að 80% af þeim netum sem voru í Ölfusá.

May 20 

» Flottar bleikjur og magnaðir urriðar
07:23 from mbl.is - Veiði
Mótorhjólatöffarinn og veiðinördinn Atli Bergmann er búinn að takast á við bæði bleikju og urriða þetta sumarið. Hann gerði flotta veiði í vorveiðinni í Elliðaánum og svo var það Brúará fyrir skemmstu sem gaf honum og Karli Eiríkssyni no...

May 19 

» Laxá í Leir. 13 tilboð – eitt afgerandi hæst
15:00 from Vötn og veiði
Mikið var sótt í Laxá í Leirársveit sem auglýst var í útboði fyrir nokkrum vikum síðar. Alls voru opnuð 13 tilboð í ána, en þau voru þó aðeins frá sex bjóðendum, enda var talsvert um svokölluð frávikstilboð. Ef við skoðum hreinar krónutö...

May 19 

» Nýtir hverja stund til að hnýta flugur
07:30 from mbl.is - Veiði
Að vera með veiðidellu á lokastigi er bæði gæfa og á stundum kross að bera. Hann Hilmar Þór Sigurjónsson er svo sannarlega heltekinn af veiðibakteríunni. Hann er, þrátt fyrir að vera bara tólf ára gamall, orðinn liðtækur fluguhnýtari.

May 18 

» Sumarið er komið í vötnin
23:10 from Vötn og veiði
Sumarið er komið í vötnin sem þýðir ekki aðeins að veiði glæðist heldur einnig að bleikjan er farin að láta til sín taka. Víða að berast nú fregnir af fallegum bleikjuskotum. Fish Partner greindu t.d. frá því á FB síðu sinni að veiðimenn...

May 17 

» Horfði upp á seli éta tugi laxa
07:28 from mbl.is - Veiði
Árni Baldursson hefur eytt vikum í laxveiði í Skotlandi það sem af er vori. Veiðin hefur lengst af verið afar dræm. Hann segir í samtali við Sporðaköst að menn séu víða uggandi og þá helst þeir sem reiða sig á þjónustu og afkomu af ánni ...

May 14 

» Skógrækt helst ógn við rjúpnastofninn?
07:59 from mbl.is - Veiði
Metnaðarfull áform um skógrækt á Íslandi kunna að vera ein mesta ógn við rjúpu og aðra mófugla til framtíðar. Þær áætlanir sem uppi eru um skógrækt til lengri tíma litið munu eyða um helmingi varpsvæða rjúpunnar.

May 13 

» Að vinna tvisvar í lottóinu er ótrúlegt
19:54 from mbl.is - Veiði
Líkurnar á að veiða sjóbirting yfir 95 sentímetra eru ekki miklar. Sporðaköst höfðu vitneskju um tvo slíka í vor, sem eru staðfestir, þar til í dag að sá þriðji bættist við.

May 13 

» Kjósin gerbreytt eftir mikinn snjóavetur
07:35 from mbl.is - Veiði
Laxá í Kjós hefur tekið miklum breytingum í þeim vorleysingum sem þegar hafa orðið. Fyrirsjáanlegt er að meiri leysingar eru framundan þegar hlýnar á ný. Nýliðinn vetur er sá snjóþyngsti með menn muna eftir á þessari öld.

May 12 

» Sjáðu tilboðin í Laxá í Leirársveit
18:57 from mbl.is - Veiði
Þeir sex aðilar sem buðu í veiðirétt í Laxá í Leirársveit sendu inn samtals þrettán tilboð þegar horft er til frávikstilboða. Flest tilboð og hæsta tilboð kom frá Sporðabliki sem eru núverandi leigutaki árinnar.

May 12 

» Sex tilboð bárust í Laxá í Leirársveit
15:56 from mbl.is - Veiði
Sex aðilar skiluðu inn tilboðum í veiðirétt í Laxá í Leirársveit. Tilboðin voru opnuð í veiðihúsinu við Laxá á þriðja tímanum í dag. Þrettán einstaklingar og fyrirtæki höfðu óskað eftir útboðsgögnum frá veiðifélaginu.

May 11 

» Svakalegur dreki úr Ytri Rangá
21:28 from Vötn og veiði
Enn veiðast birtingar í ánum og sumir sannkölluð tröll. Einn sá al stærsti á þessu vori veiddist nýverið í Ytri Rangá, IO veiðileyfi, umsjónaraðili árinnar greindi frá. Í texta sem þau birtu með meðfylgjandi mynd mátti lesa í dag: „...

May 11 

» Enn bætir í möguleikana við Þingvallavatn
15:14 from Vötn og veiði
Vel hefur veiðst í Þingvallavatni það sem af er vori. Urriðinn verið í aðalhlutverki og margir stórir. Síðustu árin hefur hvert nýja svæðið af öðru verið opnað fyrir almenna sölu. Nú síðast kynnti veida.is land Skálabrekku sem er nett tv...

May 11 

» Ódýrasti birtingurinn og gott málefni
08:03 from mbl.is - Veiði
Dagurinn í sjóbirtingsveiði á Austurbakka Ölfusár, á ósasvæðinu er sennilega sá ódýrasti sem völ er á. Stöngin kostar tvö þúsund krónur á dag og hægt er að kaupa sumarkort sem kostar átján þúsund krónur. Öll veiðileyfasala rennur til bjö...

May 9 

» Sá stærsti úr Þingvallavatni í vor
07:37 from mbl.is - Veiði
Sænski veiðimaðurinn Erik Cullin heimsótti Þingvallavatn í fyrsta skipti fyrir nokkrum dögum. Hann er afar reyndur veiðimaður og hefur veitt víða um heim. Hann var á höttunum eftir ísaldarurriða eins og svo margir sem heimsækja Þingvalla...

May 8 

» Óvenju rýrt á opnunardegi Fitjaflóðs
13:03 from Vötn og veiði
Grenlækur, nánar tiltekið Flíð, svæði 4, var opnað í gær. Um það sáu framámenn úr SVFK eins og oft áður. Oft er óhemjulegt mok þarna fyrstu daganna, en nú hvað við annan tón. Óskar Færseth lýsti opnunardeginum: „Lækurinn opnaði í g...

May 8 

» „Aldrei verið meiri áhugi erlendis frá“
09:52 from mbl.is - Veiði
„Það hefur aldrei verið jafn mikill áhugi fyrir veiði á Íslandi eins og akkúrat núna,“ segir Kristinn Ingólfsson sem á og rekur einn stærsta umboðssöluvef fyrir veiðileyfi á Íslandi. Sporðaköst leituðu til Kristins til að meta hver staða...

May 7 

» Breyta úr netaveiði yfir í fluguveiði
18:09 from mbl.is - Veiði
Nýtt tveggja stanga veiðisvæði í Ölfusá verður í boði fyrir veiðimenn í sumar. Svæðið er hluti af Selfossi og afmarkast að ofanverðu við sjúkrahúsið á Selfossi og neðri mörk liggja rétt neðan við kirkjugarðinn á Selfossi.

May 5 

» Nýtt laxveiðisvæði lítur dagsins ljós
12:41 from Vötn og veiði
Nýtt stangaveiðisvæði, laxveiðisvæði, verður reynt með skipulegum hætti á komandi sumri. Það er austurbakki Ölfusár við Selfoss og það er veida.is sem að heldur utan um sölu veiðileyfa. Þarna hefur verið netaveiði. Og gjöfular lagnir, ve...

May 5 

» Var við veiðar í 21 dag í apríl
09:43 from mbl.is - Veiði
Matthías Stefánsson Íslandsmeistari í júdó undir 21 árs og verðlaunaður rokkari sló sennilega öll met í veiði í nýliðnum apríl. Hann var við veiðar í hvorki meira né minna en 21 dag af þessum 30 sem apríl geymir. „Já. Það er nú eiginlega...

May 4 

» Fáum sögum fer af einni bestu ánni
22:37 from Vötn og veiði
Urriðaveiðin á vorin er ekki bundin við Þingvallavatn og sjóbirtingsár á Suðurlandi, ein öflugasta silungsveiðiá landsins er furðu sjaldan í sviðsljósinu og kannski vegna þess að aðdáendur árinnar eru bara sáttir við það. Við erum að tal...

May 3 

» Gott skot í Minnivallalæk og fiskar vænir
22:24 from Vötn og veiði
Frekar lítið hefur farið þeim ágæta veiðistað Minnivallalæk í fréttum nú í vor, enda ástundun með öðrum hætti en verið hefur þar sem veiðihúsið hefur verið í yfirhalningu. Því hafa verið veiddir stakir dagar og stundum enginn að veiða og...

May 2 

» Birtingurinn að þoka sér neðar í kerfin?
15:31 from Vötn og veiði
Enn eru menn að gera góðar ferðir í birting í Skaftafellssýslunum og mikið virðist enn vera af fiski. Þó sést ein og ein vísbending um að fiskurinn sé farinn að þoka sér neðar í kerfin. Það segir t.d. af þeim félögum Magnúsi Bjrgvinssyni...

Oct 26 

» Vatnamót í Skaftafellssýslu til Fish Partner
09:44 from Veiðin.is
Öllum fiski sleppt aftur Vatnamótin eru eitt allra gjöfulasta sjóbirtingssvæði Íslands og það er okkur sönn ánægja að bjóða þau velkomin í ört stækkandi flóru félagsins. Um er að ræða hin frægu Vatnamót sem eru ármót Skaftár, Breiðbalakv...

Oct 25 

» Vika í að rjúpnaveiðin byrji fyrir alvöru
08:27 from Veiðin.is
Veðurfarið eins og á sumardegi  ,,Já við ætlum strax á fyrsta degi en maður sér hvað verður mikið af fugli“ sögðu veiðimenn sem við hittum í Borgarfirði um helgina,  en vika er þangað til að rjúpnaveiðin byrja á mánudaginn næstkoma...

Oct 22 

» Mjög sáttur með veiðitímabilið
08:48 from Veiðin.is
Björn Hlynur Pétursson er iðinn með stöngina ,,Já ég er mjög sáttur með veiðitímabilið sem ég endaði í fyrradag í Eystri Rangá og ég veiddi fjóra laxa þar, þetta var fínt sumar“ sagði Björn Hlynur Pétursson, sem náði nánast upp á d...

Oct 21 

» Jóhannes kvaddi Ytri Rangá eftir átta ár
07:50 from Veiðin.is
Fasteignasala er næst á dagskrá hjá honum Síðustu dagarnir voru í laxveiði í gær og það veiddust fiskar en það er orðið kalt og fiskurinn tregur mjög. Í Ytri Rangá kvaddi Jóhannes Hinriksson ána eftir átta farsæl ár við hana. Eða eins og...

Oct 20 

» Síðasti dagurinn í Eystri Rangá
08:56 from Veiðin.is
Hörkuveiðimenn í ánni síðustu daga veiðitímans Síðustu klukkutímar veiðitímanns þetta árið eru nú að ganga í garð, en veitt er ennþá í laxveiði í Ytri- og Eystri Rangá en síðasti dagurinn rennur upp  í dag.  Ytri Rangá hefur forystuna þe...

Oct 19 

» Veiðitölurnar eftir sumarið í nokkrum veiðiám 
15:50 from Veiðin.is
Rennum fyrir Vesturland og Borgarfjörðinn ,,Það veiddust 161 lax hjá okkur og um 200 bleikjur“ sagði Þórarinn Birgir Þórarinsson í Hvítadal er við spurðum lokatölur í Hvolsá og Staðarhólsá í Dölum. ,,Hjá okkur í sumar var alltaf ei...

Oct 18 

» Veiðiþol rjúpnastofnsins 2021
11:11 from Veiðin.is
Rjúpnaveiðin byrjar 1. nóvember Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins haustið 2021 og hafa niðurstöðurnar verið kynntar Umhverfisstofnun með bréfi. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 20 þúsund fuglar. Í hnotskur...

Oct 15 

» Ármótahylurinn alltaf sterkur
18:59 from Veiðin.is
Gaf flesta fiskana í veiðitúrnum ,,Já við vorum að koma úr Geirlandsá veiðifélagarnir og fengum ellefu fiska og sá stærsti var 77 sentimetrar“ sagði Ari Little veiðimaðurinn snjalli en sjóbirtingsveiðin fyrir austan er farin að sty...

Oct 14 

» Þriðja bókin á jafn mörgum árum hjá Sigga Haug
09:35 from Veiðin.is
Bók um Norðurá í Borgarfirði er að koma út ,,Já það er að koma þriðja bókin hjá Sigga Haug, á jafn mörgum árum“ sagði Ásmundur Helgason útgefandi um nýjustu bókina hjá Sigga og það er ágætur árangur á þremur árum árum, bók á hverju...

Oct 13 

» Andakílsá öll að koma til eftir mögur sumur
09:02 from Veiðin.is
Sumarið gaf 518 laxa Veiðisumarið í sumar verður kannski ekki  lengi i minnum haft, veiðin eins og fyrir austan var hreinlega bara slöpp. Margar laxveiðiár voru ekki svipur frá sjón síðustu ára. En það kemur sumar eftir þetta sumar og al...

Mar 25 

» Aðalfundi SVFS 2021 frestað
20:07 from Fréttir
Í ljósi nýrra og hertra samkomu takmarkana vegna Covid faraldursins hefur aðalfundi SVFS sem halda átti föstudaginn 26 mars nk. verið frestað um óákveðinn tíma. Skilafrestur félagsmanna á umsóknum veiðileyfa er til og með 30 mars nk. Ums...

Mar 22 

» Aðalfundur SVFS 2021
18:53 from Fréttir
Aðalfundur SVFS verður haldinn föstudaginn 26. mars, kl. 20:00 á Hótel Selfossi. Vegna sóttvarnaraðgerða yfirvalda verða eingöngu aðalfundarstörf.

Feb 23 

» Umsóknareyðublöð félagsmanna um veiðileyfi fyrir sumarið 2021 eru komin á vefinn
23:01 from Fréttir
Umsóknareyðublöð félagsmanna SVFS um veiðileyfi sumarið 2021 eru komin á vefninn. Þau er hægt að nálgast með því að smella hér . Athugið!! Vegna COVID ástandsins verður einungis tekið við umsóknum rafrænt á netfangið svfs(hjá)svfs.is&nbs...

Feb 9 

» Framboðsfrestur rennur út á morgun
10:15 from SVFR » Fréttir
Við viljum vekja athygli á að út framboðsfrestur til stjórnar og fulltrúaráðs rennur út annað kvöld. Aðalfundur SVFR  fer fram 25. febrúar í Akóges salnum, Lágmúla 4 og hefst hann kl. 18.00. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram geta g...

Feb 4 

» Elliðaár – útdráttur 2021
11:15 from SVFR » Fréttir
Útdráttur veiðileyfa í Elliðaánum 2021 verður á skrifstofu félagsins á morgun, föstudaginn 05. febrúar kl. 16:30. Niðurstöður verða kynntar á svfr.is og samhliða sendum við út reikninga til þeirra heppnu. Sem og áður er mikill áhugi meða...

Feb 3 

» Aðalfundur 2021 – Framboð
14:30 from SVFR » Fréttir
Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn 25. febrúar 2021 með fyrirvara um sóttvarnarreglur. Fundurinn fer fram í Akóges salnum, Lágmúla 4 og hefst hann kl. 18.00. Fram fara hefðbundin aðalfundarstörf en dagskrá fundarins ...

Jan 30 

» Frestun aðalfundar og annað gagnlegt
11:15 from Fréttir
Gleðilegt nýtt árkæru félagsmenn í SVFS. Í ljósi Covid-19 stöðunnar í samfélaginu munum við bíða með að auglýsa dagsetningu aðalfundar félagsins. Það er ómögulegt að halda aðalfund með aðeins 20 – 40 félagsmönnum. Við munum taka næstu ák...

Jan 19 

» Tölvupóstur | lykilorð
22:20 from SVFR » Fréttir
Kæru félagsmenn Í kvöld þegar verið var að vinna í vefsetrinu okkar fór fyrir mistök út póstur með upplýsingum um lykilorð á nokkra félagsmenn. Ef þú ert einn af þeim sem fékkst póstinn þá er sem betur fer ekkert hakk á ferðinni, bara ey...

Jan 14 

» Andakílsá 2021 úthlutun | Niðurstöður
18:49 from SVFR » Fréttir
Þá er búið að draga í beinni og hér er listi yfir þá heppnu sem fengu holl í Andakílsá að þessu sinni. Athugið að síðustu 4 tölurnar í kennitölunni hafi verið núllaðar út til að gæta persónuverndar. Á allra næstu dögum verða gefnir út re...

Jan 13 

» Andakílsá 2021 úthlutun | Dregið í beinni á Youtube
18:01 from SVFR » Fréttir
Kæru félagsmenn Á morgun klukkan 15:00 hefjum við drátt um hvaða félagsmenn fá holl í sumar í hinni eftirsóknarverðu Andakílsá. Sökum covid ætlum við að prófa að draga í beinni á Youtube rásinni okkar svo framarlega sem tæknin fer ekki a...

Powered by Feed Informer